200 skattahækkanir frá árinu 2007

Frá árinu 2007 hafa verið gerðar 267 breytingar á íslensku skattkerfi, eða að meðaltali 24 á ári. Þar af voru 200 til hækkunar en aðeins 67 til lækkunar. 

Þetta kemur fram í frétt á <a href="http://vi.is/malefnastarf/utgafa/stadreyndir/Skattbreytingayfirlit-Vidskiptarads/" target="_blank">heimasíðu Viðskiptaráðs Íslands</a>. Þar kemur fram að fyrir hverja skattalækkun frá árinu 2007 hafi skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum. Til að mynda hafi fjármagnstekjuskatturinn verið hækkaður um 120%, tryggingagjaldið um 28% og gjöld á áfengistegundir um 104-108%. 

Þá er rakið að um síðustu áramót hafi íslensk stjórnvöld gert 22 breytingar á skattkerfinu. 19 þeirra hafi falið í sér skattahækkanir en aðeins í þremur tilvikum hafi skattar verið lækkaðir. 

„Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar sem birtur var síðasta haust mæltist nokkuð vel fyrir enda var í honum að finna jákvæðar áherslur í ólíkum málefnum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal skattamálum. Ágætlega var fjallað um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum en úr sáttmálanum mátti lesa fyrirheit um sjö ólíkar skattalækkanir á móti tveimur til hækkunar,“ segir í frétt Viðskiptaráðs. 

„Þegar nýtt fjárlagafrumvarp var birt nú um síðustu áramót kom þó í ljós að staðið var við báðar breytingarnar sem boðaðar höfðu verið til hækkunar en einungis eina af sjö til lækkunar. Það er því ljóst að stjórnvöld eiga ekki í neinum vandræðum með að standa við fyrirheit um skattahækkanir, en þegar kemur að skattalækkunum er einhver tregða til staðar.“

Viðskiptaráð hvetur stjórnvöld að ráðast í skattalækkanir, svo sem lækkun tryggingagjalds, endurskoðun á skattstofni fjármagnstekjuskatts, afnámi þaks á endurgreiðslur rannsókna- og þróunarkostnaðar og lækkun á neðra þrepi tekjuskatts.

Graf/Viðskiptaráð Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK