WOW air tekur fram úr Icelandair

mbl.is/Baldur Arnarson

WOW air flutti 217 þúsund farþega til og frá landinu í janúar samanborið við þá 209 þúsund farþega sem Icelandair flutti. Þetta er í fyrsta sinn sem WOW air flytur fleiri farþega en Icelandair. 

Flugfélögin tvö hafa bæði birt helstu tölur yfir farþegaflutninga í janúar. Sætanýting Icelandair var 72,2% samanborið við 88% hjá WOW air. Þá jókst framboð hjá Icelandair um 6% milli ára en um 30% hjá WOW air. 

Í fréttatilkynningu frá WOW air segist Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, efast um að nokkur hafi átt von á því að WOW air yrði stærsta flugfélagið á Íslandi á rétt rúmum fimm árum. 

„Við höfum lagt okkur fram við að dreifa farþegafjöldanum yfir allt árið og það er ánægjulegt að sjá okkur fylla vélar líka í janúar,“ segir Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK