Sjá fleiri tækifæri á Atlantshafi

mbl.is/Eggert

Frá árinu 2012 hefur Bjarni Ármannsson, í félagi við þrjá samstarfsmenn, byggt upp flutningastarfsemi á Norður-Atlantshafi. Grunnurinn liggur í þjónustusamningi við Alcoa. Fyrirtækið nefnist Cargow og flytur um milljón tonn af áli og aðföngum fyrir álrisann á ári.

Í liðinni viku tók fyrirtækið við fyrsta skipinu af fjórum sem það hefur látið smíða í Kína og munu þau leysa af hólmi leiguskip sem fyrirtækið hefur notast við frá árinu 2013. Fjárfestingin í nýsmíðinni nemur ríflega átta milljörðum króna.

Bjarni segist sjá fleiri tækifæri á Norður-Atlantshafi sem fyrirtækið sé reiðubúið að nýta sér. Byggst hafi upp þekking og reynsla sem ástæða sé til að nýta með frekari uppbyggingu fyrirtækisins. Þá hafi nýju skipin meiri flutningsgetu en þau sem fyrirtækið hefur hingað til haft í sinni þjónustu. Sú flutningsgeta verði nýtt til þjónustu við þriðja aðila.

Ýtarlegt viðtal við Bjarna má finna á síðum ViðskiptaMoggans. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK