Twitter hagnast í fyrsta sinn

Samkeppnin á samfélagsmiðlamarkaði er hörð.
Samkeppnin á samfélagsmiðlamarkaði er hörð. AFP

Twitter tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði í fyrsta sinn hagnast í ársfjórðungsuppgjöri og í kjölfarið fylgdi hækkun á hlutabréfum. Twitter hefur átt erfitt uppdráttar í samkeppni við aðra samfélagsmiðla en virðist nú vera búið að finna sinn takt. 

Hagnaður nam 91 milljón dala á síðasta ársfjórðungi síðasta árs og tekjurnar jukust um 2% og er þetta besta afkoma félagsins frá því að það kom á markað árið 2013. 

Mánaðarlegir notendur Twitter eru um 330 milljón talsins. 

Hlutabréf í Twitter hækkuðu um heil 15% í kjölfar frétta af góðu gengi í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK