80% af virðinu farið í vaskinn

AFP

Ört vaxandi bandarískur fjárfestingasjóður hefur glatað meira en 80% af virði sínu í hræringunum á hlutabréfamörkuðum sem hafa átt sér stað í vikunni. 

Greint er frá tapi fjárfestingasjóðsins LJM Preservation and Growth Fund í frétt Financial Times. Þar segir að samkvæmt greiningarfyrirtækinu Morningstar sé þetta stærsta tap fjárfestingasjóðs á einni viku í 20 ár. 

Þó að LJM flokkist sem fjárfestingasjóður beitir hann í raun álíka aðferðum og vogunarsjóðir. Valréttum var beitt til þess að veðja á að markaðir myndu sigla lygnan sjó.

Virði sjóðsins helmingaðist á mánudag, helmingaðist aftur á þriðjudag og hélt síðan áfram að falla. Það stóð í 141 milljón dala á miðvikudaginn en í byrjun mánaðar nam það 812 milljónum dala.

LJM hefur notið aukinna vinsælda á undaförnum mánuðum og laðaði til sín yfir 100 milljónir dala í desembermánuði. Nú hefur sjóðurinn hins vegar tilkynnt yfirvöldum í Bandaríkjunum að hann geti ekki tekið við meira fjármagni.

Athygli vekur að á vefsíðu sjóðsins er tekið fram að áhættustýring sé lykilþáttur í fjárfestingum hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK