Kaupréttir veittir til 11 starfsmanna

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. mbl.is/Eggert

Stjórn Marel hefur ákveðið að veita 11 starfsmönnum fyrirtækisins kauprétti að allt að 4,1 milljón hluta í félaginu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar segir að kaupréttarsamningunum sé ætlað að samtvinna hagsmuni starfsmanna og félagsins til lengri tíma. Kaupréttirnir verða veittir framkvæmdastjórn félagsins ásamt hópi valdra starfsmanna í lykilstöðum.

Fá þeir bréfin á grunnverðinu 2,9 evrur á hvern hlut en verðið skal leiðrétt fyrir arðgreiðslum sem kunna að verða ákveðnar frá útgáfudegi kaupréttanna.

Heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Marel hefur veitt starfsmönnum sínum nemur nú alls 14 milljónum hluta, eða um 1,9% hlutafjár í félaginu, og er þá meðtalin þessi nýja úthlutun kauprétta. Heildarkostnaður félagsins vegna nýju samninganna á næstu þremur árum er áætlaður um 2,1 milljónir evra. 

Meðal þeirra starfsmanna sem fá kauprétti er Árni Oddur Þórðarson forstjóri sem fær rétt á að kaupa 650 þúsund hluti. Linda Jónsdóttir fjármálastjóri og Árni Sigurðsson, yfirmaður stefnumótunar og þróunar, fá 425 þúsund hluti hvor en aðrir fá 250 þúsund hluti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK