Arion samþykkir tilboð Kaupskila

Tilboð Kaupskila, dótturfélags Kaupþings, um að Arion banki kaupi 9,5% af útgefnu hlutafé í bankanum hefur verið samþykkt af honum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka. Þar segir enn fremur að þetta sé í takt við ákvörðun hluta hluthafafundar Arion banka 12. febrúar þar sem ákveðið hafi verið að taka upp í samþykktir bankans tímabundna heimild stjórnar bankans til þess að kaupa til baka hlutabréf útgefin af bankanum.

„Fyrirhugað er að uppgjör fram fari [sic] þann 21. febrúar 2018. Tilboð Kaupskila til Arion banka er háð því skilyrði að uppgjör hafi átt sér stað á milli Kaupskila og íslenska ríkisins varðandi nýtingu Kaupskila á kauprétti 13% hlutar íslenska ríkisins í Arion banka. Hafi framangreindu skilyrði ekki verið fullnægt á uppgjörsdegi, getur Kaupskil frestað uppgjörsdeginum um allt að tíu daga. Komi til þess að uppgjörsdeginum sé frestað hækkar kaupverð hinna seldu hluta í samræmi við skilmála samnings Kaupskila og íslenska ríkisins. Kaupréttur Kaupskila byggir á samningi við íslenska ríkið frá 3. september 2009,“ segir enn fremur.

Þá segir að Arion banki greiði 90,087 krónur á hlut sem sé sama verð og Kaupskil greiði íslenska ríkinu við nýtingu kaupréttarins. „Heildarkaupverð er rúmlega 17,1 milljarður króna og kemur sú upphæð til frádráttar arðgreiðslu sem samþykkt var á hluthafafundinum 12. febrúar og getur að hámarki verið 25 milljarðar króna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK