Fékk 81 milljón fyrir fjóra mánuði

Sigurður Atli Jónsson.
Sigurður Atli Jónsson.

Sigurður Atli Jónsson, fyrrverandi forstjóri Kviku banka, fékk 81 milljón króna í laun frá Kviku á síðasta ári en það eru fjórum sinnum hærri laun en greidd voru til Ármanns Þorvaldssonar, núverandi forstjóra. 

Þetta kemur fram í uppgjöri Kviku banka og var greint frá á vef Viðskiptablaðsins. Samkvæmt uppgjörinu fékk Sigurður Atli 81 milljón króna og Ármann Þorvaldsson 20 milljónir í laun á síðasta ári. Sigurður Atli fékk 48 milljónir árið árið. Sigurður Atli lét af störfum sem forstjóri Kviku í apríl á síðasta ári en hann hafði verið forstjóri frá júlí 2011. 

Heildarkostnaður Kviku vegna launa nam 2,4 milljörðum á árinu 2017 og hækkaði um 300 milljónir á milli ára. Greiðslur til forstjóra, fyrrverandi forstjóra og stjórnarinnar námu samtals 357 milljónum króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK