Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum

rJón Þ. Hilmarsson og Stefán Svavarsson segja að eigið fé …
rJón Þ. Hilmarsson og Stefán Svavarsson segja að eigið fé föllnu bankanna hafi verið oftalið um 230 milljarða króna árið 2007. Lítil hætta á að eigið fé banka verði oftalið vegna lána fyrir kaupum á eigin bréfum Engin dómsmál »Jón og Stefán benda á að rétt tæpur áratugur sé nú liðinn frá birtingu síðustu ársreikninga íslensku viðskiptabankanna fyrir hrun. »Orðið sé ljóst að ekki verða flutt nein mál fyrir dómstólum sem varða reikningsskil þeirra. 20. febrúar 2018 Samsett mynd/Elín

Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra.

Þetta kemur fram í svari frá Fjármálaeftirlitinu við fyrirspurn Morgunblaðsins. Stefnt er að því að skrá Arion banka á hlutabréfamarkað, væntanlega í vor á Íslandi og í Svíþjóð. Auk þess er stefnt að skráningu fjárfestingabankans Kviku á First-North-hliðarmarkaðinn í ár.

Af þeim sökum vaknar meðal annars spurningin hvort mögulegt verði að fjárfesta í bankanum með lánum frá honum sjálfum, líkt og tíðkaðist meðal bankanna á árunum fyrir hrun. Eins og fyrr segir hefur verið spornað við því með lagabreytingum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK