Áhugi á rafmagnsbílum aldrei meiri

Samkvæmt könnuninni stendur áhugi flestra til þess að kaupa rafmagnsbíl …
Samkvæmt könnuninni stendur áhugi flestra til þess að kaupa rafmagnsbíl á næstu þremur árum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Áhugi landsmanna á rafknúnum bílum hefur aldrei mælst meiri en núna, en 42% þeirra sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan næstu þriggja ára vildu helst að bíllinn væri knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Fyrir þremur árum var hlutfallið 20%.

Áhugi á dísilbílum hefur hins vegar minnkað mikið og fallið úr 47% niður í 28% frá því í fyrra. Áhugi á bensínbílum er nokkuð stöðugur, en 28% þeirra sem hugðust kaupa bíl á næstu árum vildu slíkan bíl. Þetta kemur fram í bílakaupakönnun MMR.

Könnunin var framkvæmd dagana 9. til 17. janúar 2018 og var heildarfjöldi svarenda 1.594 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Talsverður munur er á áhuga fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig vildu yfir 60% stuðningsmanna Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna kjósa rafmagn sem aðalorkugjafa, en aðeins 15% þeirra sem styðja Flokk fólksins. 

Áhugi á rafmagnsbílum jókst eftir því sem heimilistekjur fólks eru hærri, en meðal þeirra sem eru með heimilistekjur undir 400 þúsund krónum var áhuginn mestur á bensínbílum, eða 40%.

Mikilvægt er að taka fram að allar niðurstöður hafa einhver vikmörk sem miðað við 1.000 svarendur geta verið allt að +/-3,1%.

Niðurstöður könnunarinnar á vefsíðu MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK