N1 hagnaðist um 2,1 milljarð

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1. mbl.is/Eggert

N1 hagnaðist um 2,1 milljarð króna á árinu 2017 samanborið við 3,4 milljarða árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,3% á síðasta ársfjórðungi ársins vegna hagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði olíu og auknum umsvifum í bílaþjónustu.

Þetta kemur fram í ársuppgjöri olíufélagsins. EBITDA var 837 milljónir króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samanborið við 675 milljónir á sama fjórðungi 2016. Selt magn af bensíni og gasolíu dróst hins vegar saman um 1,6% á milli fjórðunganna tveggja og er skýringin sögð vera aukin samkeppni á einstaklingsmarkaði.

EBITDA að undanskildum kostnaði við kaup á Festi nam 3.605 milljónum króna árið 2017 samanborið við 3.625 milljónir árið 2016

Eigið fé var 13.812 m.kr. og eiginfjárhlutfall 49,9% í lok ársins 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK