Lansdowne hefur nær tvöfaldað hlut sinn í Vodafone

Ljósmynd/Aðsend

Breski vog­un­ar­sjóður­inn Lans­dow­ne Part­nes hefur næstum tvöfaldað hlut sinn í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, frá því í október og á nú 11,16% í félaginu.

Samkvæmt tilkynningu sem ber að senda út þegar eignarhlutur í skráðu hlutafélagi fer yfir 10% þröskuldinn á Lansdowne 33.094 hluti eftir viðskiptin sem áttu sér stað í gær. Markaðsvirði Fjarskipta í Kauphöllinni stendur í tæpum 19,1 milljarði króna og nemur því hlutur Lansdowne 2,1 milljarði. 

Gögn um stærstu hluthafa skráðra hlutafélaga í Kauphöllinni frá því í janúar sýna að Lansdowne eigi rúm 8% í N1, 5,1% í Tryggingamiðstöðinni, 6,9% í Vátryggingafélagi Íslands og 2,9% í Símanum. Þá var hlutur Lansdowne í Fjarskiptum skráður 9,4%. 

Greint var frá því í október síðastliðnum að Lansdowne hefði keypt 6,05% hlut í Fjarskiptum og hefur vogunarsjóðurinn því næstum tvöfaldað hlut sinn síðan þá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK