Veruleg umskipti hjá Ístaki

Frá framkvæmd á vegum Ístaks.
Frá framkvæmd á vegum Ístaks. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Verktakafyrirtækið Ístak hf. hagnaðist um 193 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem lauk 30. september 2017, en tapið var 485 milljónir króna tap árið á undan. 

„Veruleg umskipti hafa orðið á rekstri félagsins eftir að danska verktakafyrirtækið Per Aarsleff A/S keypti félagið, er þetta annað heila rekstrarárið undir þeirra stjórn,“ segir í fréttatilkynningu.

Velta félagsins var 10,4 milljarðar en var 6,8 milljarðar árið á undan. Eignir félagsins námu 5,4 milljörðum í lok rekstrarársins, eigið fé 1,1 milljarður eða 21%.

Fyrirtækið lauk fjölbreyttum verkefnum á síðasta ári, meðal annars hafnarframkvæmdum og byggingarframkvæmdum í Nuuk á Grænlandi,  aðalstöðvum fyrir Airport Association, endurbótum á Sundhöll Reykjavíkur, tengivirki við Kröflu fyrir Landsnet, stækkun við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, nýjum húsakynnum SÁÁ Kjalarnesi og dælu- og frárennslislögnum fyrir Akranes og Borgarnes.

„Verkefnastaða hjá félaginu er góð næstu misseri, samtals vinnur fyrirtækið að 17 framkvæmdum eins og er og þau stærstu eru nýtt sendiráð USA, Marriott-hótel og verslana- og íbúðabygging við Reykjavíkurhöfn, Helgafellsskóli í Mosfellsbæ og bygging nýs viðlegukants við Kleppsbakka,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK