Kínverjar orðnir stærstu eigendur Benz

Li Shufu, forstjóri Geely.
Li Shufu, forstjóri Geely. AFP

Kínverski bílaframleiðandinn Geely er orðinn stærsti hluthafinn í Daimler sem framleiðir Mercedes-Benz. Vill Geely hefja samstarf við þýska bílarisann í framleiðslu rafbíla.

Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC segir að hlutur Geely hafi vakið spurningar um hvort kínverska fyrirtækið muni sækjast eftir tækniþekkingu og nýsköpun Daimler í tengslum við samstarfið. Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út að þau ætli ekki að aðhafast í málinu.

Geely á nú þegar allt hlutaféð í Volvo og London Taxi Company sem framleiðir svörtu leigubílana sem einkenna London. Eftir kaupin hækkaði verð hlutbréfa í Geely um nær 10% á hlutabréfamarkaðinum í Hong Kong.

Þá tilkynnti Daimler um helgina að 1,9 milljörðum Bandaríkjadala yrði fjárfest í samstarf við kínverska bílaframleiðandann BAIC. Fjárfestingin felur í sér að nútímavæða verksmiðju BAIC til þess að smíða Benz-bíla, þar á meðal rafbíla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK