Tollastríð myndi skaða heiminn

AFP

Zhong Shan viðskiptamálaráðherra Kína sagði á sunnudag að tollastríð við Bandaríkin myndi aðeins leiða til hörmunga fyrir alþjóðahagkerfið.

Zhong ávarpaði blaðamenn á fundi sem haldinn var í tengslum við árlega samkomu kínverska þjóðþingsins. Sagði hann að Kína vildi forðast tollastríð og myndi ekki eiga frumkvæðið að innflutningshöftum. „Enginn vill eiga í tollastríði og allir vita að það að heyja þannig stríð skaðar aðra og gagnast ekki manni sjálfum,“ sagði hann.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá ákvað Donald Trump Bandaríkjaforseti í síðustu viku að leggja 25% og 10% tolla á innflutt stál og ál. Er það gert með vísan til þjóðaröryggishagsmuna en þykir í reynd gert til að vernda bandaríska ál- og stáliðnaðinn gegn samkeppni. Mörgum sýnist tollunum beint að Kína en aðeins brot af heildar stál- og álinnflutningi Bandaríkjanna kemur þaðan. Hefur málmframleiðsla í Kína aukist hratt, og hagsmunaaðilum í Bandaríkjunum og víðar ekki hugnast samkeppnin sem sumir telja að megi rekja til óeðlilegs ríkisstuðnings.

Vinaþjóðir vilja eftirgjöf

Hörð viðbrögð við ákvörðun Trumps hafa orðið til þess að Bandarísk stjórnvöld hafa opnað fyrir möguleikann á undanþágum. Um helgina hvöttu bæði Evrópusambandið og Japan til að Bandaríkin veitu þeim undanþágur frá tollunum.

Reuters segir marga óttast að Kínverjar muni svara útspili Trumps með tollum á sojabaunir sem eru verðmætasta útflutningsvara Bandaríkjanna til Kína. Zhong ítrekaði þó á sunnudag að kínversk stjórnvöld ætluðu sér enn að lækka tolla á neytendavörum, þar á meðal á bílum, til að reyna að örva neyslu innanlands. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK