Allir fái sömu hækkun og forstjórinn

mbl.is/Hjörtur

Stjórn VR hyggst leggja fram tillögu á aðalfundi N1 á mánudaginn um að allir starfsmenn fyrirtækisins fái sömu launahækkun og forstjóri þess, Eggert Þór Kristófersson. Vísað er til þess að mánaðarlaun forstjórans hafi verið 5,8 milljónir króna á mánuði á síðasta ári og hækkað um 20,6% á milli ára.

„Sem hluthafi í N1 getur stjórn VR ekki setið aðgerðalaus hjá þegar N1 greiðir forstjóra fyrirtækisins 20,6% hækkun í kjörum milli ára. Ef fyrirtækið er svo vel rekið og í svo miklum blóma að það telji sér fært að skammta þeim sem stýrir því svo vel væri eðlilegt að það umbuni þeim sem sjálf verkin vinna með sama hætti. Það er sanngjarnt og eðlilegt,“ segir í fréttatilkynningu frá VR. Því verði eftirfarandi tillaga lögð fram á aðalfundinum.

„Aðalfundur N1, haldinn mánudaginn 19. mars að Dalvegi 10-14 Kópavogi, ályktar að öllum starfsmönnum N1 skuli tryggð sama kjarahækkun og forstjóri félagsins fékk á árinu 2017. Laun forstjóra voru á árinu 2017 70,4 m.kr., eða 5,8 m.kr. á mánuði, og hækkuðu þau um 20,6% milli áranna 2016 og 2017.“

Bent er á að stærstu eigendur N1 séu lífeyrissjóðir launafólks og fyrir vikið hljóti að vera eðlilega krafa „að hið duglega launafólk sem starfar hjá N1 skuli einnig njóta ávaxtanna, sérstaklega þegar svo vel gengur í starfsemi fyrirtækisins að það telur sæmandi að greiða forstjóranum sambærileg laun og launahæsta bankastjóra landsins.“

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1 mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK