Framleiða eigin skjái í leynilegri verksmiðju

AFP

Tæknirisinn Apple hefur verið að framleiða sína eigin skjái í fyrsta sinn í leynilegri verksmiðju nálægt höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Um er að ræða framleiðslu á fáum eintökum af nýstárlegum skjáum í tilraunaskyni. 

Þetta kemur fram í frétt á vef Bloomberg sem byggir á frásögn heimildarmanna sem þekkja vel til. Apple er að fjárfesta verulega í þróun MicroLED-skjáa samkvæmt heimildum Bloomberg. MicroLED eru ólíkir skjágerðinni OLED, sem nú viðgengst í farsímum, að því leyti að þeir eru bjartari, þynnri og ekki jafn orkufrekir.

Framleiðsan á MicroLED er hins vegar mun flóknari og var Apple næstum því búið að leggja verkefnið niður á síðasta ári. Síðan þá hafa verulegar framfarir átt sér stað en neytendur gætu þó þurft að bíða í nokkur ár eftir því að nýjungin komi á markað. 

Verð hlutabréfa í skjáframleiðendum í Asíu lækkuðu í verði eftir að fréttir af leynilegum áformum Apple voru birtar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK