Hagvöxtur taki við sér

Byggingakranar í miðborg Reykjavíkur.
Byggingakranar í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

Vísbendingar eru enn um að hagvöxtur aukist á ný snemma á þessu ári en meiri óvissa ríkir þegar litið er fram til haustmánaða, samkvæmt leiðandi hagvísi Analytica. 

Hagvísirinn reyndist óbreyttur í febrúar í kjölfar hækkunar undanfarna 6 mánuði. Þrír af sex undirliðum hækka frá í janúar. Þeir undirliðir sem hækka eru erlend hlutabréf, magnvísitala fiskafla og innflutningur. Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk.

Talið er að áfram séu áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti og er staðan í alþjóðastjórnmálum nefnd í því samhengi. 

Hagvísirinn er vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum. Vísitalan er reiknuð á grundvelli þátta sem mælast í upphafi framleiðsluferilsins og/eða veita vísbendingar um eftirspurn eftir vörum og þjónustu, að því er kemur fram í frétt á vef Analytica. Til að unnt sé að auka framleiðslu þarf t.d. að afla aðfanga og stofna til fjárfestinga.

Vísitalan er samansett úr sex undirþáttum af mismunandi toga. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í febrúar hækka þrír af sex undirþáttum frá fyrra ári. Frá því í janúar hækka einnig þrír af sex undirþáttum.

Leiðandi hagvísir Analytica reyndist óbreyttur í febrúar og tekur gildið 101,8. Sú tala á að gefa vísbendingu um framleiðslu sex mánuðum síðar þ.e. í ágúst 2018. Hagvísirinn tekur gildið 100 þegar búist er við að landsframleiðsla sé í takt við langtímaleitni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK