Verðbólga mælist 2,8%

Verðbólga mæld á 12 mánaða tímabili er 2,8% sam­kvæmt nýj­um töl­um Hag­stofu Íslands. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,56% á milli mánaða. Ef hús­næðisliður­inn er und­an­skil­in mæl­ist 0,3% verðhjöðnun frá febrúar. 

Verðbólgan í febrúar mældist 2,3% en án húsnæðisliðar mældist verðhjöðnun upp á 0,9%. 

Í frétt á vef Hagstofunnar segir að vetrarútsölum sé lokið og að verð á fötum og skóm hafi hækkað um 4,4%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,4% (0,29%).

Vísitala neysluverðs samkvæmt útreikningi í mars 2018, sem er 452,0 stig, gildir til verðtryggingar í maí 2018. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 8.925 stig fyrir maí 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK