Hallalaus rekstur hjá RÚV

mbl.is/Eggert

Regluleg starfsemi Ríkisútvarpsins ohf. skilaði rekstrarafgangi upp á 201 milljón kr. í fyrra og var hagnaður vegna endanlegs uppgjörs á sölu á byggingarrétti 174 milljónir, sem leiðir til þess að heildarhagnaður ársins fyrir skatta nam 321 milljón.

Í ársreikningi Ríkisútvarpsins sem birtur var í gær kemur fram að heildarlaun og þóknanir útvarpsstjóra námu 22,9 milljónum kr. í fyrra samanborið við 17,2 millj. kr. 2016. Í áréttingu frá RÚV í gærkvöldi kemur fram að á árinu 2016 tók útvarpsstjóri fæðingarorlof sem lækkaði heildargreiðslur launa á því ári og því gefi samanburður á milli launa á árunum 2016 og 2017 ekki rétta mynd af þróun mála. ,,Hins vegar ákvað stjórn RÚV að hækka laun útvarpsstjóra á árinu 2017 úr u.þ.b. 1.550 þús í 1.800 þús krónur eða um u.þ.b. 16%.“

Rekstrargjöld RÚV skv. ársuppgjörinu án afskrifta voru 5.643 milljónir kr. en 5.414 milljónir árið á undan. Afskriftir voru 316 milljónir og fjármagnsliðir voru neikvæðir um 292 milljónir kr. samanborið við 221 millj. kr. árið á undan.

Fram kemur í ársreikningnum að skuldir RÚV hafa um árabil verið háar, m.a. vegna uppgjörs á eldri lífeyrisskuldbindingum en með sölu á byggingarrétti hafi tekist að lækka þær umtalsvert. Langtímaskuldir um áramót voru 3.276.386 milljónir og höfðu lækkað um rúma 3,5 milljarða. Að meðtöldum öðrum fjárskuldbindingum og skammtímaskuldum nema skuldirnar um 6,2 milljörðum kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK