Byggingarkranar fleiri en árið 2006

Byggingarkranar í miðborg Reykjavíkur.
Byggingarkranar í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/​Hari

Byggingarkrönum á Íslandi hefur fjölgað sleitulaust frá árinu 2010 og eru þeir nú orðnir fleiri en þeir voru árið 2006. Enn vantar þó nokkuð upp á til að jafna umsvifin árið 2007. 

Þetta sýna tölur yfir skoðanir á byggingarkrönum sem Vinnueftirlitið tók saman fyrir mbl.is. Skoða þarf krana við uppsetningu og svo á árs fresti eftir það svo að tölurnar gefa nokkuð góða mynd af stöðunni hverju sinni.

Fjöldi skoðana á byggingarkrönum.
Fjöldi skoðana á byggingarkrönum. Graf/mbl.is

Á tíu ára tímabili frá 1997 til 2007 var nokkuð stöðugur fjölgunartaktur en á tímabilinu fjölgaði skoðunum á byggingakrönum úr 100 í 364. Umtalsverður kippur var á milli 2006 og 2007 þegar fjölgunin nam 33%. Fræg eru orð Robert Z. Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, þegar hann kom til landsins árið 2007 og sagði fjölda byggingarkrana benda til ofhitnunar í hagkerfinu. 

Byggingarkrönum fækkaði á árinu 2008 frá fyrra ári en taldar voru 310 skoðanir það ár. Þeim hríðfækkaði árið 2009 niður í 155 og náðu lágmarki árið 2010 í fjöldanum 113. Eftir sleitulausa fjölgun frá árinu 2010 var fjöldi skoðana kominn upp í 277 árið 2016, þremur fleiri skoðanir en árið 2016. Árið 2017 voru taldar 303 skoðanir og vantar því töluvert upp á að fjöldi byggingakrana jafni það sem var árið 2007 þegar skoðanir voru 364 talsins. 

Það sem af er ári hefur Vinnueftirlitið framkvæmt 71 skoðun. Ef næstu þrír fjórðungar ársins verða eins og sá fyrsti má gera ráð fyrir að fjöldi skoðana verði 284 og fækki þannig frá síðasta ári. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lét þau ummæli falla í vor að hægt væri að tvö­falda kraft­inn í upp­bygg­ingu í borginni ef nógu mikið væri til af byggingarkrön­um. „Áhyggj­ur okk­ar lúta meira að því að það sé ekki nógu mikið af stór­um og öfl­ug­um verk­tök­um til að tak­ast á við öll þessi verk­efni [...] Það væri hægt að tvö­falda kraft­inn ef það væri nógu mikið af krön­um og mann­skap til þess að gera það,“ sagði Dag­ur.

Stjórnendur fyrirtækja sem ýmist leigja út eða selja krana sögðu þetta rangt hjá borgarstjóra. Það er nóg til af bygg­ing­ar­krön­um og ef það vant­ar krana er eng­inn vandi að fá fleiri. Það sem vant­ar er nóg af lóðum til að byggja og helst á ný­bygg­ing­ar­svæðum,“ sagði einn stjórn­end­anna. „Menn flytja inn krana þegar það er þörf fyr­ir þá en ekki bara til að eiga þá á lag­er sér til skemmt­un­ar. Þetta eru dýr tæki.

Þá sagði Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, að ummæli Dags væru af og frá. „Í sam­töl­um okk­ar við verk­taka kem­ur í ljós að þau um­mæli borg­ar­stjóra að það vanti krana og mann­skap til að byggja meira stand­ast ekki skoðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK