Ridley aftur ráðinn ráðgjafi stjórnvalda

mbl.is/Jim Smart

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur samið við Michael Ridley um að hann vinni tímabundið fyrir stjórnvöld að málefnum sem tengjast fjármálakerfinu á Íslandi.

Greint er frá ráðningunni á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að Ridley sé fyrrverandi yfirmaður fjárfestingarbankastarfsemi hjá JP Morgan og starfaði þá m.a. sem sérstakur ráðgjafi Seðlabankans um málefni er vörðuðu fjármálakerfið.

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir að Ridley hafi farið fyrir fjögurra manna teymi frá JP Morgan sem fundaði með ríkisstjórninni síðla kvölds sunnudaginn 5. október 2008. Var þar tekin ákvörðun um neyðarlögin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK