Vilja selja Sky News til Disney

Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. AFP

21st Century Fox hefur lagt til að sjónvarpsfréttastöðin Sky News verði seld til Disney til þess að tryggja það að yfirtakan á evr­ópska sjón­varps­ris­an­um Sky gangi í gegn. 

Disney gekk í desember frá kaup­um á stór­um hluta af 21st Cent­ury Fox fyr­ir 52,4 millj­arða Banda­ríkja­dala. Mur­doch-fjöl­skyld­an var helsti hlut­haf­inn í Fox og fékk greitt fyrir hlut­inn í hluta­bréf­um í Disney.

Fox hefur lengi sóst eftir því að kaupa þann 61% eignarhlut sem það á ekki í Sky en samkeppnisyfirvöld í Bretlandi úrskurðuðu fyrr á árinu að yfirtakan væri ekki til hagsbóta fyrir almenning og að áhrif Murdoch-fjölskyldunnar í fjölmiðlum yrðu of mikil.

„Samkvæmt þessum tillögum myndi Sky News starfa algjörlega sjálfstætt og vera tryggð fjármögnun frá Fox í 15 ár,“ segir í tilkynningu frá Fox sem telur að fyrirkomulag þetta taki tillit til þeirra athugasemda sem samkeppnisyfirvöld höfðu gert. 

Sky rek­ur sam­nefnda frétta­stöð, kvik­mynd­ar­ás, sýn­ir beint frá ensku knatt­spyrn­unni og veit­ir einnig net- og símaþjón­ustu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK