Starfsfólk Origo nýtir kauprétti

Finnur Oddsson keypti fyrir hámarkið eða 600 þúsund.
Finnur Oddsson keypti fyrir hámarkið eða 600 þúsund. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sjö einstaklingar í framkvæmdastjórn Origo, þar á meðal forstjórinn, nýttu kauprétt við síðustu mánaðamót. Hver um sig keypti fyrir 600 þúsund krónur, samkvæmt tilkynningu til Kauphallar. Frá því að samið var um kaupin fyrir tveimur árum hefur gengið hækkað um 40%.

Ívar Kristjánsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir í samtali við Morgunblaðið að um sé að ræða kaupréttaráætlun frá árinu 2016 sem allir þáverandi fastráðnir starfsmenn áttu rétt á að taka þátt í. Samkvæmt áætluninni, sem var til þriggja ára, gat hver starfsmaður keypt fyrir allt að 600 þúsund miðað við gengið í lok mars 2016.

Að sögn Ívars var öðru ári áætlunarinna að ljúka, en þriðja árið hófst nú mánaðamótin þegar 94 starfsmenn til viðbótar gerðu kaupréttarsamning á genginu 24,7 sem ávinnst svo á sama tíma á næsta ári.

„Ég er hlynntur því að tengja saman ávinning starfsmanna og hluthafa. Starfsmenn eiga að njóta góðs af því að efla hag fyrirtækisins. Þetta er sameiginlegt ferðalag,“ segir hann.

Í tilkynningu segir að til þess að mæta skuldbindingum sínum samkvæmt samningunum muni stjórn félagsins gefa út nýtt hlutafé.

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, á hlutabréf í fyrirtækinu sem metin eru á 36 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK