WOW air stefnir á 2.000 starfsmenn á næsta ári

WOW er á uppleið. Vöxtur félagsins hefur verið ör frá …
WOW er á uppleið. Vöxtur félagsins hefur verið ör frá fyrsta starfsárinu 2012. mbl.is/WOW-air

Gangi áætlanir WOW air eftir munu um 2.000 starfsmenn vinna hjá félaginu yfir háannatímann 2019. Til samanburðar störfuðu mest um 1.100 manns hjá félaginu í fyrra.

Jónína Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs WOW air, segir félagið hafa flutt um 100 þúsund farþega fyrsta starfsárið, sem var árið 2012. Á þessu ári sé áætlað að farþegarnir verði 3,7 milljónir. Gangi það eftir hefur farþegafjöldinn 37-faldast frá árinu 2012. Á fáeinum árum er félagið að verða eitt það stærsta á landinu hvað fjölda starfsmanna snertir.

Í umfjöllun um vöxt og viðgang WOW-air í Morgublaðinu í dag segir Jónína um 2.000 manns hafa sótt um störf flugliða hjá WOW air í vor. Samtals hafi félaginu borist um 30.000 starfsumsóknir síðan 2015. Kunna einhverjir að hafa sótt um starf oftar en einu sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK