Tíu til tólf milljarðar í lúxusferðir

Eyðsla ferðamanna er mismunandi.
Eyðsla ferðamanna er mismunandi. mbl.is

Ætla má að ferðamenn sem fari í lúxusferðir hafi lagt að minnsta kosti 10-12 milljarða til efnahagslífsins í fyrra.

Ninna Hafliðadóttir, markaðsstjóri Iceland luxury, telur að 10-12 þúsund slíkir ferðamenn hafi komið til landsins í fyrra og að meðaltali eyði þeir um einni milljón króna í fimm daga ferð til Íslands. Til samanburðar eyði hefðbundinn ferðamaður um 240 þúsundum í sjö daga ferð. Oft eyðir fágætisferðamaðurinn hærri fjárhæð hér á landi en einni milljón.

„Fágætisferðamenn sem koma til Íslands eru fyrst og fremst að sækjast eftir einstakri upplifun í náttúru landsins. Náttúran er okkar sérstaða,“ segir Ninna í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK