Alvarlegir vankantar á innleiðingu

Ljósmynd/Thinkstock

Ný reglugerð ESB um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga mun taka gildi innan skamms. Sú aðferð sem íslensk stjórnvöld hafa valið við innleiðingu hennar er gölluð og að auki hafi stjórnvöld hér á landi ákveðið að innleiða reglugerðina með meira íþyngjandi hætti fyrir atvinnulífið en nauðsyn beri til. Þetta segir Ari Guðjónsson, lögmaður og yfirlögfræðingur Icelandair Group í grein í ViðskiptaMogganum í dag.

Bendir hann á að stefnt sé að innleiðingu reglugerðarinnar með umritun á völdum greinum upprunalegrar reglugerðar ESB. Sú leið sé valin í stað svokallaðrar tilvísunaraðferðar sem hin Norðurlandaþjóðirnar hafi ákveðið að fara. Aðferðin sem íslensk stjórnvöld fari valdi réttaróvissu og óskýrleika.

Ari Guðjónsson.
Ari Guðjónsson.

Þá segir Ari í greininni að furðu sæti að reglugerðin sé innleidd með meira íþyngjandi hætti en efni standa til. Þannig sé gert ráð fyrir að skilgreining þeirra upplýsinga sem reglugerðin nái til verði víðtækari en ástæða sé til og að fyrirtækjum verði sömuleiðis ætlað að standa undir kostnaði við eftirlit með reglugerðinni. Sá kostnaður sé með öllu ófyrirséður eins og sakir standa.

Áskrifendur geta lesið greinina í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK