Framtalsskil batna enn

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattsjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisskattstjóri segir að framtalsskil einstaklinga í ár hafi gengið betur en nokkru sinni fyrr. „Opnað var fyrir framtalsskil 1. mars sl. og það kom fljótt í ljós að framtölin hrúguðust inn hraðar en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

Hann segir að framan af hafi verið allt að 40% betri skil miðað við skil á sömu dögum í fyrra. Nú sé skilum að ljúka, síðustu framtölin séu að detta inn en endurskoðendur og bókarar hafi enn svigrúm til að ljúka skilum en fresti þeirra til framtalsskila ljúki þó síðar í mánuðinum.

Álagning opinberra gjalda einstaklinga verður birt 31. maí næstkomandi og hefur þá álagningunni verið flýtt um tvo mánuði á síðustu þremur árum, að því er fram kemur í iumfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK