Ljósleiðari lagður í Reykjanesbæ

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, og Kjartan Már Kjartansson, …
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Ljósmynd/Aðsend

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, og Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að ljúka tengingu við ljósleiðara í öllum hverfum Reykjanesbæjar fyrir árslok 2021, segir í tilkynningu.

Þá er stefnt að því að íbúar ráði förinni við lagningu ljósleiðarans, en röðun hverfa verður á grundvelli viljayfirlýsinga sem bæjarbúar skila inn á sérstakri vefsíðu.

Í dag eru 89 þúsund heimili með aðgengi að ljósleiðara, en það er um það bil 65% allra heimila á landinu. Samkvæmt áætlun munu 6 þúsund heimili bætast við á þessu ári og munu 113 þúsund heimili hafa slíkan aðgang árið 2021.

Nánar á vef Reykjanesbæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK