Tryggja þarf starfsfólki umboð til athafna

AFP

Stjórnendur fyrirtækja hafa á síðustu árum áttað sig betur og betur á því að til þess að skipulag virki þurfi að treysta góðu starfsfólki til þess að meta aðstæður á hverjum tíma og taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu þess og þjálfun. Þetta komi ekki síst til vegna þess að ungt fólk sætti sig ekki við að vera stöðugt undir þeirri kvöð að biðja um leyfi til að framkvæma hlutina. Það geri kröfu til þess að dómgreind þess til úrlausnar mála sé treyst.

Þórður Sverrisson, ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun hjá Capacent fjallar um þessi mál í grein í ViðskiptaMogganum í dag.

Bendir hann á að þessi nálgun á stjórnun sé ekki aðeins forsenda þess að skipulag virki heldur að fyrirtæki séu samkeppnisfær í þjónustu sinni við viðskiptavini. Segir Þórður að sú aðferð að veita starfsfólki skýrt umboð til athafna sé einn stærsti þátturinn í því að byggja upp öflugt fyrirtæki með sterka stöðu á markaði.

Áskrifendur geta lesið greinina í heild sinni hér.https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1678314/

Þórður Sverrisson.
Þórður Sverrisson. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK