Hótel kemur upp á yfirborðið

Með uppsteypu kjallarans er lokið við rúmlega helming af verkefni …
Með uppsteypu kjallarans er lokið við rúmlega helming af verkefni Ístaks við hótelbygginguna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verktakar við byggingu Marriott Edition-hótelsins við hlið Hörpu í miðbæ Reykjavíkur eru komnir upp úr jörðinni. Nú er verið að steypa veggi jarðhæðar hótelsins.

Þegar hér er komið sögu er lokið rúmlega helmingi af vinnu við uppsteypu hússins. Ólíklegt er að hótelið geti opnað dyr sínar fyrir gestum á næsta ári eins og áformað var.

Eigendur hótelbyggingarinnar sömdu við Ístak um uppsteypu hússins. Mikill kraftur fór í byggingu kjallarans, sem er tveggja hæða bygging, sextán metra há og með þykkum veggjum og loftplötum. Þar verða bílageymslur, tæknirými, eldhús og fleira. Starfsmennirnir þurftu að glíma við bæði sjó og rigningarvatn ofan úr bæ þegar þeir voru að steypa upp kjallarann. Neðsti hluti hans er átta metrum undir sjávarmáli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK