Kínverjar tilbúnir í viðskiptastríð

Hlutabréfavísitölur í Asíu hafa sveiflast nokkuð síðustu daga vegna hins …
Hlutabréfavísitölur í Asíu hafa sveiflast nokkuð síðustu daga vegna hins yfirvofandi viðskiptastríðs. AFP

Stjórnvöld í Kína segjast tilbúin að fara í viðskiptastríð við Bandaríkin „hvað sem það kosti“. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú íhuga að setja enn meiri tolla á kínverskar vörur en hann hafði þegar boðað.

„Ef Bandaríkjamenn hundsa andstöðu frá Kína og alþjóðasamfélaginu og heldur því til streitu að setja á einhliða verndartolla mun Kína taka málið alla leið, hvað sem það kostar,“ sagði í yfirlýsingu viðskiptaráðuneytis Kína. „Við viljum ekki viðskiptastríð en við erum ekki hrædd við að taka þátt í slíku.“

Trump hafði þegar sagt að hann myndi setja tolla á kínverskar vörur úr áli og stáli. Kínverjar svöruðu fyrir sig með því að kynna fyrirætlanir um tolla á ferska ávexti, svínakjöt og endurunnið ál. 

Trump sagði í ræðu í gær að í ljósi óréttlátrar hefndar Kínverja hafi hann beðið embættismenn um að íhuga að setja tolla á kínverskar vörur að verðmæti 100 milljarða dala til viðbótar við þá 50 milljarða sem hann hafði þegar tilkynnt um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK