Kröfur í þrotabú Pressunnar 110 milljónir

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Samþykktar kröfur í þrotabú Pressunnar, fjölmiðlafyrirtækis sem var stýrt af Birni Inga Hrafnssyni og Arnari Ægissyni, nema samtals 110 milljónum króna. Kröfum upp á 315 milljónir var hins vegar lýst í búið, en mestu munar um eina stóra kröfu sem var hafnað. Þetta hefur RÚV eftir Kristjáni B. Thorlacius, skiptastjóra búsins.

Þegar hafa á annan tug milljóna verið innheimtar upp í kröfur, en helstu eignir sem voru í búinu voru útgáfuréttur að landsbyggðarblöðum og viðskiptablöðum, að því er kemur fram í frétt RÚV.

Pressan var tekin til gjaldþrotaskipta 13. desember, en áður hafði félagið fengið fjögurra vikna frest til að taka afstöðu til gjaldþrotabeiðninnar. Að lokum var gjaldþrotabeiðni Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja samþykkt, en krafan var vegna ógreiddra iðgjalda.

Fjöldi miðla var undir hatti Pressunnar. Meðal annars; sjónvarpsstöðin ÍNN, DV, dv.is, eyjan.is, pressan.is, Vikan, Gestgjafinn, Nýtt líf og Hús og híbýli. Þá voru fjölmörg landsbyggðarblöð í eigu félagsins.

Á síðasta ári voru miklar sviptingar hjá félaginu. Fjárfestirinn Róbert Wessman, ásamt Árna Harðarsyni og fleirum komu með 300 milljóna fjárfestingu í gegnum fjárfestingafélagið Dalurinn. Eftir að hafa skoðað reksturinn nánar hættu þeir við aukna fjárfestingu í félaginu eftir það. Síðar þetta sama ár keypti Sigurður G. Guðjónsson flesta miðla félagsins, en Róbert og Árni, sem á þessum tíma áttu meirihluta í útgáfufélaginu, sögðust ekki hafa vitað af viðskiptunum, en ekki hafði verið skipt um stjórn eftir að Dalurinn varð meirihlutaeigandi.

Síðan þá hafa skærur geisað á milli þeirra sem standa á bak við Dalinn og Björns Inga og fyrrverandi stjórnar félagsins. Sökuðu Dalsmenn Björn Inga um hótandi og að grunur léki á að hann hefði misfarið með fjármuni félagsins. Lögðu þau meðal annars fram kæru á hendur honum fyrir fjárdrátt. Fyrrverandi stjórn félagsins vísaði hins vegar á bug ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga og aðra í stjórninni.

Björn Ingi og Arnar lögðu svo á móti fram kæru á hendur Árna Harðarsyni, Halldóri Kristmannssyni og Bjarka Diego, lögmanni þeirra, fyrir fjársvik og skilasvik. Sagði Árni á móti að Björn Ingi hefði ítrekað hótað sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK