Levi's fer í mál við Kenzo vegna fatamiða

Deilan snýst um litla rauða miðinn á rassvasanum á Levi's …
Deilan snýst um litla rauða miðinn á rassvasanum á Levi's buxunum. Ljósmynd/Levi's

Litli miðinn sem er rassvasanum á Levi‘s gallabuxunum sem margir klæðast, er nú orðin viðfangsefni málshöfðunar.

Levi Strauss & Co, framleiðandi Levi‘s gallabuxnanna, höfðaði í dag mál gegn franska tískufyrirtækinu Kenzo og sakaði það um brot á vörumerkjalögum. Ástæðan er sú að Kenzo setti miða á rassvasann á buxum sínum í nýrri fatalínu, sem bandaríska söngkonan Britney Spears er í forsvari fyrir.

Levi Strauss höfðar málið hjá dómstól í San Francisco, en að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins þá hafa aðgerðir Kenzos leitt til sölutaps og „óútreiknanlegs og óbætanlegs skaða“ á ímynd fyrirtækisins, auk þess að valda ruglingi hjá neytendum að því er Reuters greinir frá.

Forsvarsmenn Kenzo hafa ekki tjáð sig um málið, en kæran barst dómstólnum eftir lok vinnudags í Frakklandi. 

Levi segir gallabuxur fyrirtækisins hafa borið litla samanbrotna miðann í sauminum á rassvasanum allt frá árinu 1936 og að það sé einkennandi fyrir buxurnar. Kenzo hafi til þessa ekki brugðist við kröfum fyrirtækisins að hætta að merkja vörur sínar með sama hætti, m.a. Britney Spears – La Collection Memento No. 2 sem rataði í verslanir í síðasta mánuði.

Er í ákærunni vitnað í Leo Christopher Lucier, sölustjóra Levi’s í Bandaríkjunum 1936, sem á að hafa sagt að „enginn annar smekkbuxnaframleiðandi getur verið með litaðan miða á utanverðum rassvasanum í neinu öðrum tilgangi en að herma eftir okkur og rugla neytendur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK