Sjóður til að jafna markað kindakjöts

Sauðfjárbúin eru illa sett vegna brostinna útflutningsmarkaða
Sauðfjárbúin eru illa sett vegna brostinna útflutningsmarkaða mbl.is/Eggert Jóhannesson

Forystumenn bænda hafa lagt fyrir stjórnvöld nýjar tillögur til lausnar á vanda sauðfjárræktarinnar. Felast þær meðal annars í því að jafna tímabundnar sveiflur í greininni með markaðsjöfnunarsjóði sem byggður yrði á fjármunum sem kæmu úr greininni sjálfri. Einnig þyrfti að hjálpa bændum að hætta.

Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, greindi frá þessum tillögum við setningu aðalfundar samtakanna í gær. Þær eru svar við ummælum landbúnaðarráðherra um að honum hugnuðust ekki útflutningsbætur og óskaði eftir hugmyndum um nýjar leiðir. Oddný sagði að sambærilegir sjóðir væru nýttir í sama tilgangi víða um heim, meðal annars á EES-svæðinu. Með þeim væri ekki gripið inn í samkeppni eða unnið á móti hagræðingu, heldur leitast við að jafna tímabundnar sveiflur.

Samhliða þyrfti að byggja inn í búvörusamningana verkfæri til að tempra framleiðsluna, valfrjálsa hvata sem myndu gagnast þeim sem vildu fækka fé eða draga sig út úr greininni.

Oddný málaði stöðu markaðsmála sauðfjárræktarinnar dökkum litum. Sauðfjárbændur væru í djúpri kreppu. Aðgerðir ríkisvaldsins í lok síðasta árs hefðu gengið til að mæta tekjutapi en tækju ekki á rót vandans. Hún tók fram að bændur ætluðust ekki til gjafa úr ríkissjóði. Hins vegar væri nauðsynlegt að bregðast við því að sauðfjárbúin væru ekki rekstrarhæf við núverandi aðstæður. Hlutverk ríkisvaldsins væri að setja ramma sem bændur gætu starfað innan.

Hún sagði að bændur ættu allt undir afurðaverðinu. Í núverandi verðlagskerfi væru bændur valdalausir, ekki af aumingjaskap heldur vegna fákeppni í smásölunni.

Allri ábyrgð og öllum kostnaði vegna launahækkana hjá smásölum, heildsölum og afurðastöðvum ásamt afleiðingum af brostnum mörkuðum hefði verið ýtt yfir á bændur. Hvatti hún til þess að hagræðingarmöguleikar í afurðageiranum yrðu greindir og nýttir. „Það er hægt að minnka sóun í þessu ferli gagnvart umhverfi og efnahag, til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Þetta er ekki síst mikilvægt í ljósi harðnandi samkeppni á kjötmarkaði við innflutt matvæli,“ sagði Oddný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK