Tryggingafélögin lækkuðu eftir brunann í Garðabæ

Bruni í Miðhrauni í Garðabæ. Húsnæði Icewear og Geymslur.is
Bruni í Miðhrauni í Garðabæ. Húsnæði Icewear og Geymslur.is mbl.is/Ásdís

Hlutabréf tryggingafélaganna þriggja sem skráð eru í Kauphöllina lækkuðu öll í gær og tengist það væntanlega brunanum mikla í Miðhrauni í Garðabæ. Viðskipti með bréf fyrirtækjanna voru þó heldur umfangslítil yfir daginn.

Lækkuðu bréf í VÍS mest eða um 2,04% í 86 milljóna viðskiptum. Bréf í TM lækkuðu um 1,66% í 21 milljóna viðskiptum og bréf Sjóvá lækkuðu um 1,43% í 24 milljóna viðskiptum. Var þetta mesta lækkun dagsins í Kauphöllinni.

Hlutabréf í fasteignafélaginu Reginn hækkuðu hins vegar um 0,41%, en félagið er eigandi meirihluta af húsnæðinu sem brann. Voru viðskipti með bréf fyrirtækisins samtals 404 milljónir í gær. Í fréttatilkynningu í gær kom fram að félagið teldi húsnæðið að mestu ónýtt, en að það væri tryggt fyrir skaðanum.

Úrvalsvísitalan hækkað í gær um 0,25% í samtals 1,3 milljarða viðskiptum og hækkaði Icelandair mest, eða um 1,11% í 162 milljóna viðskiptum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK