Stjórnvöld bjóða fyrirtækjum stuðning

Oleg Deripaska er einn hinna sjö auðkýfinga sem viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna …
Oleg Deripaska er einn hinna sjö auðkýfinga sem viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna beinast gegn. AFP

Rússnesk stjórnvöld segjast ætla að styðja við bakið á fyrirtækjum í landinu sem refsiaðgerðir Bandaríkjanna munu bitna á. „Við hugsum vel um okkar helstu fyrirtæki,“ sagði Arkadí Dvorkovíts, aðstoðarforsætisráðherra, í dag. „Nú þegar vandi steðjar að munum við veita þeim stuðning.“ 

Bandarísk stjórnvöld tilkynntu nýverið að þau myndu beita Rússa viðskiptaþvingunum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þar í landi í nóvember árið 2016. 

Í morgun hafði verð hlutabréfa í rússneska álframleiðandanum Rusal hrunið og lækkað um helming. Fyrirtækið er í eigu Oleg Deripaska en hann er í hópi sjö rússneskra auðkýfingar sem þvinganirnar beinast sérstaklega gegn. Þá lækkaði verð bréf í EN+, sem er einnig í eigu Deripaska, um 25% í morgun.

Bandarísk stjórnvöld saka Deripaska um að vera útsendari rússneskra yfirvalda. Stjórnvöld í Rússlandi segjast ætla að láta hart mæta hörðu í þessum efnum.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK