Yfirtaka á gluggaframleiðanda frágengin

Eigendur Barkar hf. hafa komist að samkomulagi um sölu á 100% hlut í félaginu til Lyfja og heilsu hf. Afhending félagsins til nýrra eigenda hefur þegar farið fram. 

Þetta eru önnur kaup Lyfja og heilsu á rótgrónu iðnaðarfyrirtæki en síðla árs 2017 keypti félagið Glerverksmiðjuna Samverk á Hellu.

Greint var frá því á mbl.is í febrúar að Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir samrunann. Rökin fyrir samrunanum voru þau að stóraukinn innflutningur á glerjuðum gluggum hefði leitt til minni markaðshlutdeildar Glerverksmiðjunnar Samverks á nýbyggingamarkaði og með kaupunum mætti þannig ná fram samlegðaráhrifum. 

Trésmiðjan Börkur var stofnuð árið 1986 af þeim Alexander Benediktssyni, Ingimar Snorra Karlssyni, Hilmari Baldvinssyni og Snorra Bergssyni og átti hver þeirra fjórðungshlut. Félagið hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða gluggum og hurðum í verksmiðju sinni sem staðsett er á Akureyri. 

Helstu viðskipta­vin­ir Bark­ar eru verk­taka­fyr­ir­tæki á höfuðborg­ar­svæðinu, en u.þ.b. 80% af fram­leiðslunni fer á markað þangað. Hjá Berki starfa um 20 manns og framkvæmdastjóri félagsins er Alexander Benediktsson sem mun áfram stýra félaginu í kjölfar viðskipta. Íslandsbanki var ráðgjafi seljenda í ferlinu, að því er kemur fram í fréttatilkynningu vegna kaupanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK