337 milljóna gjaldþrot Garðsbúsins

Í Eyjafjarðarsveit.
Í Eyjafjarðarsveit. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Gjaldþrotaskiptum á þrotabúi einkahlutafélaginu Slydda, áður Garðsbúið, er lokið. Engar eignir fundust upp í samtals 337 milljóna króna kröfur á hendur búinu. 

Garðsbúið var stofnað á árinu 1987. Félagið reisti eitt stærsta og tæknivæddasta fjós landsins við bæinn Garð í Eyjafjarðarsveit sem var tekið í notkun árið 2007. Fjósið var gert fyrir lausagöngu og búið tveimur mjaltaþjónum.

Þá var greint frá því í Morgunblaðinu að í fjósinu væru 139 legubásar fyrir mjólkurkýr, 23 básar fyrir geldar kýr og 82 legubásar fyrir kálfa og kvígur. Haughúsið væri um 3.300 rúmmetrar. 

Aðalsteinn og Garðar Hallgrímssynir áttu félagið, hvor með 48% hlut. Samkvæmt síðasta ársreikningi þess fyrir árið 2012 fékk það greiðslustöðvun og hófst í kjölfarið fjárhagsleg endurskipulagning. Tímabili greiðslustöðvunar lauk án endanlegrar niðurstöðu en stjórnendur höfðu hug á að halda áfram fjárhagslegri endurskipulagningu í lok árs 2013 og á árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK