Airbnb nálgast hótelin

Fleiri gista í Airbnb-húsnæði en hótelum.
Fleiri gista í Airbnb-húsnæði en hótelum. AFP

Tekjur leigusala í gegnum Airbnb-íbúðir á Íslandi námu 19,4 milljörðum króna á síðasta ári. Tekjurnar jukust um 109% frá fyrra ári. Tekjuhæsti Airbnb-leigusali landsins velti 230 milljónum króna í fyrra og var með 46 rými í útleigu.

Tíu tekjuhæstu leigusalarnir veltu alls 1,3 milljörðum króna árið 2017. Þetta kemur fram í skýrslu Íslandsbanka, Íslenskri ferðaþjónustu, sem kynnt verður í dag. Samkvæmt skýrslunni nær Airbnb-útleiga nú til tæps þriðjungs af markaði með gistirými hér á landi.

Þegar gistinóttum á Airbnb er bætt við skráðar gistinætur kemur í ljós að hótelin eru með 37% markaðshlutdeild, 4,3 milljónir gistinótta, en Airbnb er með 27% hlutdeild, 3,2 milljónir gistinótta. Gistiheimili dekka svo 12% markaðarins. Gistinóttum fjölgaði um 2,1 milljón í fyrra. Nemur það um 24% fjölgun frá árinu 2016, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK