Bláa lónið hefur áætlunarferðir

Hópferðabíll á vegum Bláa lónsins.
Hópferðabíll á vegum Bláa lónsins. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtæki á vegum Bláa lónsins mun á morgun hefja rekstur á eigin áætlunarferðum til og frá Bláa lóninu undir heitinu Destination Blue Lagoon.

Um er að ræða ferðir í Bláa lónið frá Reykjavík og Keflavíkurflugvelli. Í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu segir að markmiðið sé að bjóða gestum víðtækari þjónustu og tryggja samræmi í upplifun þeirra á meðan á heimsókn þeirra í Bláa lónið stendur.  

Lagt er upp með að ferðirnar verði á klukkutíma fresti en nú þegar bjóða tvö fyrirtæki upp á ferðir af þessu tagi; Kynnisferðir og Gray Line. 

Destination Blue Lagoon er fyrirtæki í meirihlutaeigu Bláa Lónsins hf. en samstarfsaðili félagsins í þessu verkefni er hópferðafyrirtækið Airport Direct ehf., sem er dótturfélag Hópbíla hf. 

Um 1,3 millj­ón­ir gesta sóttu Bláa lónið heim á síðasta ári og nam fjölg­un­in milli ára um 16%. Í frétt Morgunblaðsins var haft eftir Grími Sæ­mundsen, for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, að þrátt fyr­ir hinn gríðarlega fjölda væri enn ekki upp­selt í lónið og að hann gerði ráð fyr­ir 5-6% fjölg­un gesta á nýju ári.

Þá var nýlega greint frá því að á páskadag hefði nýtt fimm stjörnu hót­el, The Retreat, við Bláa lónið verið opnað. Ein nótt á hót­el­inu kost­ar frá 144 þúsund krón­um, en gest­irn­ir njóta þjón­ustu einkaþjóna og hafa aðgang að sérbaðlóni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK