Tekjur fjölmiðla hafa skroppið saman

mbl.is

Tekjur fjölmiðla hafa dregist saman um 17% að raunvirði frá því er mest lét upp úr miðjum síðasta áratug. Hlutdeild Ríkisútvarpsins í heildartekjum fjölmiðla árið 2016 nam um fimmtungi og 15 af hundraði af samanlögðum auglýsingatekjum fjölmiðla.

Þetta kemur fram í ýtarlegri frétt á vef Hagstofunnar. Þar segir að samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2016 hafi numið tæpum 27 milljörðum króna á verðlagi þess árs. Tæplega helmingur tekna fjölmiðla hafi fallið til sjónvarps og því næst til dagblaða og vikublaða. 

„Verulegur samdráttur varð í tekjum fjölmiðla í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Frá árunum 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um fjórðung reiknað á verðlagi ársins 2016. Þrátt fyrir tilfinnanlegan samdrátt í tekjum er þetta þó talsvert minna en víða annars staðar. Mestu munar um samdrátt í auglýsingatekjum, en þær eru nú um fjórðungi lægri en þegar þær voru hæstar, reiknað á verðlagi 2016.“

Mestur er samdrátturinn í útgáfu blaða og tímarita. Telur Hagstofan að samdráttinn megi rekja að miklu leyti til breyttrar fjölmiðlanotkunar með tilkomu nýrra og fjölbreyttari leiða við miðlun sjónvarps og myndefnis og sífellt aukinnar netnotkunar almennings.

„Tekjur af útgáfu blaða- og tímarita hafa þannig lækkað að raunvirði um 45 af hundraði frá árinu 2006. Á sama tíma eru tekjur hljóðvarps og sjónvarps að mestu sambærilegar og er mest var árið 2007 á meðan tekjur vefmiðla hafa hins vegar margfaldast á föstu verðlagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK