Aðstoða 40.000 hreyfihamlaða

Ljósmynd/Aðsend

Heyfihamlaðir ferðamenn voru aðstoðaðir 40 þúsund sinnum á Keflavíkurflugvelli árið 2017, samkvæmt samantekt öryggisfyrirtækisins Securitas, sem séð hefur um þjónustuna síðan 1. apríl árið 2014. Eitt ár er síðan samningurinn var endurnýjaður til þriggja ára eftir útboð.

Telma Dögg Guðlaugsdóttir útibússtjóri Securitas á Reykjanesi segir að í dag starfi um 50 starfsmenn við þessa þjónustu, bæði í fullu starfi og í hlutastörfum. Í vikulok munu aðrir 30 bætast við vegna aukinna umsvifa í sumar. Hún segir að tæknin við þessa vinnu hafi tekið stakkaskiptum og nú séu skráningar allar í gegnum spjaldtölvur tengdar við kerfi flugstöðvarinnar.

Securitas stofnaði á dögunum nýja deild sem eingöngu sér um þjónustu á flugvellinum, Aviation Services. Telma segir að auk þjónustu við hreyfihamlaða þá sjái nýja deildin um öryggisleit og umsjón með tapað fundið. „Við unnum útboð fyrir þriggja ára þjónustu við bandaríska flugfélagið United Airlines sem er að hefja flug hingað í sumar. Þetta er samningur um hefðbundna öryggisleit. Það eru meiri kröfur að þessu leyti á bandarísku félögin en þau íslensku.“

50 - 60 týnast daglega

Þriðja þjónustan sem Securitas hefur tekið við á flugvellinum er umsjón með tapað-fundið, bæði fyrir flugvöllinn í heild sinni, og einnig í vélum WOW air. „Þar erum við einnig búin að tæknivæða þjónustuna með samningi við hugbúnaðarfyrirtækið Missing X sem er mjög framarlega í þessum málum. Nú geta ferðamenn, sem verða fyrir því að tapa farangri, fengið fljótari afgreiðslu og geta fylgst mun betur með hvernig málin þróast svo allt verður skilvikara.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK