Eigandi BA vill gera tilboð í Norwegian

Forstjóri Norwegian, Bjørn Kjos. IAG vill gera tilboð í allt …
Forstjóri Norwegian, Bjørn Kjos. IAG vill gera tilboð í allt hlutafé Norwegian. AFP

IAG SA, eigandi British Airways, íhugar að gera tilboð í kaup á flugfélaginu Norwegian Air Shuttlle ASA, samkvæmt Bloomberg. Kaupunum er ætlað að auka markaðshlutdeild til þess að mæta aukinni samkeppni frá lággjaldaflugfélögum.

Þegar fréttir bárust um málið hækkuðu hlutabréf Norwegian um 24% þegar mest lét. Hlutabréfin hafa lækkað örlitið í kjölfar þess og standa nú í 212,1 norskri krónu, en voru skráð á 179,3 norskri krónum í morgun.

Fyrir skömmu staðfesti IAG í tilkynningu, að félagið hyggst sækjast eftir að ganga til viðræðna við Norwegian og að félagið hafi nú þegar keypt 4,61% hlut í flugfélaginu. Samkvæmt e24 segist IAG líta svo á að þessi kaup séu fyrsta skref í að skoða möguleikana á að gera tilboð í flugfélagið allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK