Leigufélög hafa stóraukið umsvifin

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Hlutfall fasteigna á Íslandi sem eru í eigu leigufélaga og annarra lögaðila hefur tvöfaldast á síðustu 20 árum og er aukningin enn meiri miðsvæðis í Reykjavík. 

Þetta kemur fram í skýrslunni Fjármálastöðugleiki sem var gefin út af Seðlabankanum og kynnt í morgun. 

Í skýrslunni segir að leigufélög og aðrir lögaðilar hafi aukið hlutdeild sína í eignarhaldi á íbúðarhúsnæði á síðustu áratugum, einna helst miðsvæðis í Reykjavík. Árið 1996 áttu lögaðilar um 10% íbúðarhúsnæðis á landinu en árið 2017 hafði það hlutfall næstum tvöfaldast og miðsvæðis í Reykjavík jókst hlutdeild lögaðila enn meira á tímabilinu. 

„Á sama tímabili sjást merki um að lögaðilar hafi almennt keypt eignir af meiri gæðum en einstaklingar, einna helst á því svæði. Ekki sjást því skýr merki um meiri áhættutöku hjá lögaðilum en einstaklingum, að því er þetta varðar,“ segir í skýrslunni. 

Skuldir leigufélaga við innlenda viðskiptabanka með veði í íbúðarhúsnæði námu 12 milljörðum í árslok 2017 og drógust lítillega saman á milli ára. Heildarskuldir slíkra félaga jukust hins vegar talsvert á árinu 2017 en samkvæmt ársreikningum þriggja stærstu félaganna á þessum markaði námu skuldir þeirra nálægt 80 milljörðum króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK