Taka hugmyndir um lúxus skörinni hærra

Íbúðarbygginging er 18 þúsund fermetrar.
Íbúðarbygginging er 18 þúsund fermetrar. Mynd/T.ark arkitektar

Íbúðir í nýju 71 íbúðar byggingunni sem byrjuð er að rísa við Austurhöfn við hlið Hörpu, reit 5 B, fara í sölu með haustinu, að sögn Sveins Björnssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar. Kostnaður við verkefnið hleypur á milljörðum króna, að því er kemur fram í ViðskiptaMogganum. 

Búið er að selja allt verslunar- og þjónusturými á jarðhæð til fasteignafélagsins Regins. Í húsinu verður gengið skrefinu lengra í lúxus en áður hefur verið gert hér á landi, að sögn Sveins. Til dæmis verður innangengt beint úr lyftu og verða flest herbergi með sér baðherbergi. 

Sveinn segir í samtali við ViðskiptaMoggann að 100 stæði í bílakjallara hússins verði seld með íbúðunum í húsinu, en samtals verður 20 þúsund fermetra bílageymsla sem rúmar 1.000 bíla undir öllu svæðinu, að bílastæðinu í Hörpu og nýja Hafnartorginu hinum megin Geirsgötunnar, meðtöldu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK