Aukin áhætta í atvinnuhúsnæði

Mikið hefur verið byggt af atvinnuhúsnæði á síðustu árum.
Mikið hefur verið byggt af atvinnuhúsnæði á síðustu árum. mbl.is/Eggert

Raunverð atvinnuhúsnæðis hefur hækkað mikið hin síðustu ár. Frá árinu 2014 hefur hækkunin verið á bilinu 10-21% á ári og reyndist 16,6% á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabanka Íslands, Fjármálastöðugleika, sem bankinn gefur út árlega.

Segir þar að raunverð atvinnuhúsnæðis sé hátt í sögulegu samhengi og að það hafi hækkað talsvert umfram verðvísitölu vergrar landsframleiðslu á umliðnum árum. Það sé til marks um að húsnæðiskostnaður sé að aukast umfram afkomu fyrirtækja og verðlag þeirrar framleiðslu sem húsnæðið hýsir og einnig umfram byggingarkostnað.

Bendir bankinn á að velta með atvinnuhúsnæði hafi vaxið mikið að raunvirði frá árinu 2013 og að hún hafi verið sérlega mikil undir lok síðasta árs. Hins vegar hafi verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu skorið sig út í þessu efni því þar hafi veltan dregist saman.

„Hafi hátt verð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis haldið aftur af kaupendum atvinnuhúsnæðis á árinu er það e.t.v. til marks um sterkari áhættuvitund atvinnurekenda og lánveitenda en í síðustu uppsveiflu,“ segir í ritinu. Útlán og aðrar kröfur viðskiptabankanna með veði í atvinnuhúsnæði námu 834 milljörðum í lok síðasta árs og jafngildir það 32% af heildarútlánum innlánsstofnana.

Umfang áhættuskuldbindinga bankanna sem tengjast atvinnuhúsnæði er svipað og það sem snýr að íbúðarhúsnæði. Seðlabankinn bendir hins vegar á að markaðirnir tveir séu ólíkir og sveiflurnar á markaði með atvinnuhúsnæði mun meiri. Þannig sé breytileiki raunverðs „tvö- til fimmfalt meiri á atvinnuhúsnæði en íbúðum á höfuðborgarsvæðinu síðasta aldarfjórðunginn, eftir mismunandi mælikvörðum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK