Evris opnar útibú í Kaupmannahöfn

Evris hefur opnað útibú í Symbion í Kaupmannahöfn.
Evris hefur opnað útibú í Symbion í Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska ráðgjafafyrirtækið Evris hefur opnað útibú í Symbion í Kaupmannahöfn sem er einn þekktasti nýsköpunarklasi Danmerkur. Fyrirtæki tengd nýsköpun eru sérstaklega valin þar inn.

Þetta kemur fram í tilkynningu en líkt og á Íslandi býður Evris fyrirtækjum í nýsköpun í Danmörku upp á aðstoð við að sækja fjármagn og þekkingu til vöruþróunar og undirbúnings alþjóðlegrar markaðssetningar.

„Í Symbion er ein mikilvægasta deigla danskrar nýsköpunar og það er því mikilvæg viðurkenning á starfi Evris að fá starfsaðstöðu hér,“ segir Björg Birkholm Magnúsdóttir, verkefnastjóri Evris í Danmörku. 

Um 400 nýsköpunarfyrirtæki eru með starfsemi sína í Symbion, meðal annars á sviðum upplýsingatækni, líftækni, heilbrigðistækni og matvælaiðnaðar. Symbion er rekið af Nordea Bank, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn, Kaupmannahafnarháskóla, dönskum lífeyrissjóðum og fleirum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK