Fjárfesting í ferðaþjónustu margfaldast

Ferðamenn við Seljalandsfoss.
Ferðamenn við Seljalandsfoss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjárfesting í greinum tengdum ferðaþjónustu á síðustu árum hefur verið margföld á við meðaltal síðustu 18 ára. 

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Segir þar að árið 2017 hafi verið þriðja árið í röð þar sem samanlögð fjárfesting ferðaþjónustufyrirtækja mælist langt umfram meðalfjárfestingu allt frá árinu 1990. 

Á árabilinu 1990-2014 nam meðalfjárfesting í þessum geirum 21 milljarðar króna Meðalfjárfesting áranna 2015 til 2017 var hins vegar 72 milljarðar króna eða 3,5-falt meiri en meðalfjárfesting áranna 1990 til 2014 á föstu verðlagi,“ segir í Hagsjá. 

Fjárfesting í flugvöllum, flugsamgöngum, hótel- og veitingarekstri, flutningaþjónustu, starfsemi ferðaskrifstofa og flutningamiðlun nam 74 milljörðum króna á síðasta ári.

„Það er eilítið minna en árið 2016 þegar fjárfestingin nam 80 milljörðum króna en nokkuð meira en árið 2015 þegar hún nam 63 milljörðum króna.“

Þá hefur útflutningsverðmæti greinarinnar farið úr 156 milljörðum króna árið 2009 upp í 504 milljarða árið 2017 sem er ríflega þreföldun. Ferðaþjónustan er orðin langstærsta útflutningsatvinnugrein landsins með 42% hlutdeild af heildarútflutningi samanborið við 19,6% árið 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK