Kara connect tryggir sér 180 milljónir

Ljósmynd/Aðsend

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara connect hefur lokið 180 milljóna króna fjármögnun en fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum.

Kara connect er vefhugbúnaður sem gerir sérfræðingum í heilbrigðis- og menntageiranum kleift að veita fleiri viðskiptavinum þjónustu og straumlínulaga rekstur sinn, að því er kemur fram í tilkynningu um fjármögnunina. Jenný Ruth Hrafnsdóttir frá Crowberry mun taka sæti í stjórn Köru. 

Fjármagnið mun koma til með að styðja við vöxt Köru connect í Skandinavíu en nú þegar hafa yfir þúsund einstaklingar á Íslandi lokið rúmlega 9000 meðferðartímum hjá tugum sérfræðinga í Köru.

„Verkefnið framundan er frekari þróun Köru ásamt því að aukinn kraftur verður settur í sölu og markaðsetningu í Skandinavíu,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Köru connect.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK